Í dag á ég fimm ára bloggafmæli. Það er slatti af bloggfærslum. Þar sem ég blogga yfirleitt daglega og stundum oft á dag þá eru þetta töluvert margar færslur. Á þessarri síðu má finna vel á fjórða þúsund færslur en þó vantar inn fyrsta eina og hálfa árið.
Ég skrifa fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Ég hef gaman af því að lesa það sem ég var að pæla hér áður fyrr. Það er líka oft óendanlega hentugt að get flett upp hvenær ákveðnir atburðir gerðust. En málið er fyrst og fremst að þetta er leið til að fá útrás. Það er ákaflega hreinsandi að skrifa sig frá pirringi.
Ég hef aldrei tekið mér frí frá blogginu og mig hefur eiginlega aldrei langað til þess. Ég sé ekki heldur fyrir mér að ég hætti í bráð. En ef ég fæ leið á þessu þá hætti ég augljóslega.