Stórskemmtilegur bandítími hjá þjóðfræðinni núna áðan. Ég náði að raða inn mörkum ólíkt því sem gerist þegar ég spila með Háskólakórnum. Hugsanlega er kynjahlutfallið mér hagstæðara þarna en ég held að færnin sé aðalmunurinn. Allavega breyttist leikurinn þegar Sigrún Ísleifs kom inn. Hraðinn jókst. Þetta var hressandi.