Call of Cthulhu

Á sunnudagsnóttina átti ég erfitt með svefn. Ég fór á fætur og eftir smá netrölt þá ákvað ég að spila tölvuleikinn Call of Cthulhu. Sá er byggður á sögum H.P. Lovecraft.  Mjög krípí á köflum og væntanlega ekki góð hugmynd þegar maður er vansvefta.

Tölvan mín virðist ekki vera að höndla leikinn.  Hún hitnar alveg voðalega.  Ég er ekki að fíla það. Get bara spilað í smá tíma í senn.

En að sjálfssögðu minnir þetta á hlutverkaspilið sem hét sama nafni.  Mjög skemmtilegur á köflum og augljóslega krípí.  Þórður var yfirleitt stjórnandi og gerði það vel.