Um daginn fékk ég sendingu frá Amazon. Í henni voru bæði bækur og dvdmyndir. Að sjálfssögðu ákvað Tollurinn að svíkja mig og reikna 24,5% virðisaukaskatt af öllu þó að af í raun ætti bara að vera 7% vaskur á bækurnar. Þetta er reglan en ekki undantekningin hjá þeim. Ég sendi þeim að sjálfssögðu kvörtun.
Á heimasíðu Tollsins er þessi reiknivél. Hún er samt meingölluð (vaskurinn er enn 14% af bókum þar inni) en hún er góð hugmynd. Það þyrfti að búa til reiknivél sem gæti reiknað út hvaða gjöld þyrfti að borga af því sem verslað er af netinu. Þessi reiknivél þyrfti líka að hafa möguleikann á að setja inn mismunandi tegundir af vörum. Í raun mætti líklega setja þetta upp þannig að út kæmi fullbúin tollskýrsla.
Hvaða tæknigúrúar geta reddað þessu?