Það er undarlegt að Gunnar Birgisson af öllum mönnum sé að gera Strætó gjaldfrjálsan. Reyndar er þarf hann á jákvæðri umfjöllun að halda þessa daganna.
Ég hef ekki skrifað um Strætó lengi. Ég hef núna nokkrum sinnum þurft að ganga heim úr Mjóddinni af því að S4 er farinn þegar S3 kemur þangað. Það er reyndar ekkert óhóflegt að ganga þessa vegalengd en þegar maður er þreyttur eftir daginn og með mikið af drasli með sér þá er þetta frekar ömurlegt. S3 er svo troðinn á annatímum að hann er mikið lengur á leiðinni en hann á að vera. Vagnstjórarnir þurfa síðan að gefa svo voðalega í þegar þeir eru svona seinir. Þetta veldur því að farþegarnir þurfa að hafa sig alla við til að halda jafnvægi. Þetta fer augljóslega verst með þá sem standa og gamalt fólk.