Á mánudaginn sat ég í Strætó á móti unglingsstúlku sem kaus að hvíla fætur sínar á sætinu við hliðina á mér. Ég tók eftir að það var búið að krassa eitthvað á skóna hennar. Ég las það og sá að á öðrum var hún greinilega að lýsa yfir aðdáun sína á ákveðinni hljómsveit. Á hinum stóð hins vegar “ég elska þig Óli”. Ég brosti að þessu. Er annars dónalegt að lesa skó ókunnugra?