Ég er að skipuleggja smá mastersnemahitting. Sendi fólk sms. Þegar kom að senda henni Katrínu sms þá var ég ekki með hana undir fullu nafni. Ég ætlaði að kíkja á númer hjá einni Katrínu sem er í símaskránni minni en sendi skilaboðin óvart. Það var röng Katrín. Ég þurfti að senda henni póst þar sem ég afbauð henni í kvöldmat og bíó. Frekar leiðinlegt. En ég tek fram að í raun er þessi Katrín alveg velkomin með þó upprunalega boðið hafi verið óvart.