Eftir viku verð ég vonandi á flugvellinum í Cork. Slatti þarf að gerast í millitíðinni. Lokaskýrsla fyrir NSN og síðan próf. Ég er sem betur fer kominn vel á leið með skýrsluna, loksins, en próflestur hefur setið á hakanum. Vonandi get ég notað föstudaginn í lesturinn.
