Áðan fór ég að ná í tölvuna mína í Tölvulistann, ég er ennþá of fúll til að skrifa um reynslu mína þar en ég get skrifað leikrit sem ég varð vitni að þar (þetta er ekki nákvæmlega orðað). Þetta var semsagt í þjónustudeild þeirra.
Viðskiptavinur: Mig vantar kapal.
Afgreiðslumaður: Bíddu aðeins (fer bak við og snýr síðan aftur eftir smá tíma). Þú ferð í búðina til að kaupa kapal.
V: Þeir sögðu mér að koma hingað.
A: Ó, (fer aftur bakvið og snýr við eftir smá tíma) hvernig kapal?
V: Cat-5.
A: Allt í lagi (fer bak við og eftir smá tíma) hve langan?
V: 20 metra. Mig vantar hann án tengjanna, þarf að þræða hann fyrst og læt þau síðan sjálfur á.
A: Ókei. (Fer bak við og snýr ekki aftur fyrren eftir smá tíma) Þeir eru að útbúa snúruna.
V: Hvað áttu við með að þeir séu að útbúa snúruna?
A: Það verður að láta tengi á endana.
V: Ég vil fá hana án tengjanna, þess vegna er ég hérna en ekki í búðinni.
A: Ókei. (og líklega fattaði hann þetta þá)
Óli: Ég áttaði mig alveg á hvað þú varst að tala um.
V: Þetta er alveg ótrúlegt.
Viðskiptavinurinn fékk kapalinn loks eftir tíu til fimmtán mínútur. Þetta er verk sem hefði alls ekki þurft að taka meira en mínútu.
Ég ætla aldrei, aldrei, aldrei, aldrei að versla aftur í Tölvulistanum.
