Sambýlingar mínir þurftu að skreppa á flugvöllinn þannig að ekkert varð úr meiriháttar kaupferð. Í staðinn fór ég niður í bæ. Ég fann Tesco (takk Eydís) og borðaði á veitingastað sem er í sama húsi. Ég kíkti líka í nördabúð sem er þar. Eftir það fór ég í Argos (takk Eydís) og keypti mér vefmyndavél. Þetta er spes búð. Maður bara finnur dótið í verðlista, skrifar niður númerið sem maður fer með að kassanum þar sem maður borgar. Síðan fær maður vöruna afhenta rétt strax.
Ég fór næst og keypti mér símakort, ákvað að versla við Voðafón hérna líka. Ég lauk bæjarferðinni á að kaupa stöff í Tesco og reyna síðan að drepa mig með því að halda á því alla leið heim. Stór galli á staðsetningunni er að hér er engin góð búð í nágrenninu. Ég á reyndar eftir að skoða pólsku búðirnar og spyrja um Prins Póló.
Ég er farinn að dæma sambýlinga mína. Annar virðist mjög fínn en hinn er svoltið afundinn. Það gæti samt allt lagast og maður veit ekki hvort að samskiptaörðugleikar okkar á milli valdi þessu.
Áðan kom fólk til að athuga hvað vantaði í íbúðina og svo virðist sem að við þurfum ekki að kaupa neitt sérstaklega mikið af því sem við héldum að við þyrftum að kaupa. Hún sagði mér líka að netið væri í viðgerð þannig að ég get vonandi farið að blogga beint á netið um ævintýri mín hér
í Cork.
