Matarboð

Gott að þurfa ekki að vakna. Ég svaf til rúmlega tólf. Ég fór í smá rölt um miðbæinn. Ég skoðaði The English Market sem var alveg æðislegur. Ég mun versla þar ólíkt öðrum sem ég nefni ekki. Reyndar keypti ég mér hálfgerða franska vöfflu þar í dag en það er ekki alveg alvöru. Alvöru væri að kaupa eitthvað kjöt. Þetta er semsagt fyrst og fremst matarmarkaður. Alveg ótrúlega heillandi.

Meðan ég rölti fékk ég matarboð frá Kristyna, svona international student dinner. Það tók mig lengri tíma að komast til hennar af því að ég þurfti að ganga mikið upp í móti. Við vorum níu þarna. Flesta hafði ég hitt áður nema sambýlinga Kristyna þær Lauren og Idu. Sú fyrrnefnda er bandarísk en sú síðarnefnda norsk. Kristyna hafði lekið í þá norsku að ég hefði beðið hana um að hæðast sífellt að henni (bara fyrir þjóðernið augljóslega). Annars voru þarna Marianne hin þýska, Angelica hin austurríska, Rasta hin slóvakíski og síðan Tékkarnir Marketa og Kamil.

Þetta var allt mjög vel heppnað og Kamil stakk upp á að við myndum leigja okkur saman bíl og ferðast um suðvestur Írland. Stefnan er að fara eftir tvær vikur og gista einhvers staðar eina nótt. Hlakka til þess.