Ég reyndi að fara í tíma í morgun. Það gekk ekki. Ég mætti snemma til að geta fundið húsið. Það er snoturt og sætt og hýsir deildina mína. Ég fór reyndar ekki inn fyrren klukkan var alveg að verða. Þá var enginn mættur. Ég beið aðeins og stúlka mætti. Hún heitir Carrie, ef ég man rétt, og er kanadísk. Hún er hugsanlega eini samnemandi minn í þessum „alvöru“ kúrsum mínum.
Við biðum aðeins saman og fórum síðan upp og niður stigann til að leita að fólki. Að
lokum heyrðum við í einhverjum bak við hurð merkta Archive. Við bönkuðum og var boðið inn. Þar voru allir kennararnir samankomnir á fundi. Þeir voru þá nýbúnir að ákveða að halda fund með okkur á miðvikudaginn eftir viku. Þangað til eru engir tímar.
Ég spjallaði við þá kanadísku í dáltinn tíma. Síðan hitti ég Marianne og Angelicu. Við fengum okkur að borða og fórum í bókasafnstúr. Við fórum að lokum niður í bæ og Marianne vísaði mér á ódýra búð til að versla föt, Penneys.
Nú sit ég og pæli hvað ég eigi að gera af mér í kvöld og þar til að tímarnir byrja.
