Verð og þvælingur

Það er fyndið að hlusta á alla skiptinemana vera að kvarta yfir því hvað allt sé dýrt á Írlandi þegar ég er voða happí með verðið á flestu. Ég er búinn að kaupa nokkrar flíkur á mig og mig grunar að ég eigi eftir að gera meira af því. Ég fékk líka sendingu frá breska Amazon áðan. Ég held ég hafi pantað bækurnar á föstudag.

Í dag fór ég á háslólasvæðið til að fá lykilorð í tölvukerfið. Það var ágætis afsökun fyrir að fara út. Ég hitti Johannes, Jessicu og Markus þarna og endaði síðan að hanga slatta með Johannesi. Hann kynnti mig líka fyrir þýskri stelpu sem heitir Isabel.

Ég frétti líka að kúrsinn írsk saga fyrir erlenda nema byrjar á eftir og ég ætla mér að laumast til að sitja þann kúrs. Hann er samt á asnalegum tíma, 18-20.