Þvottur, helgarferð og svik

Verkefni dagsins var þvottur. Það tekur greinilega 2 og hálfan tíma að þvo og þurrka. Og það kostar átta evrur. En allavega gekk það vel.

Áðan hafði Johannes samband við mig og bauð mér með Þjóðverjunum út úr bænum um helgina. Ég ákvað að þiggja boðið. Veit ekki alveg hverjir koma. Vona að Jessica hin sænska verði með svo ég sé ekki sá eini sem ekki talar þýsku.

Á eftir fer ég síðan og plotta ferð um fyrstu helgina í október. Ég verð að reyna að hvetja til þess að við forðumst þá staði sem Þjóðverjahópurinn stefnir á um helgina.

Annars þá líður mér eins og ég sé að svindla með því að hanga með svona tveimur hópum. Finnst að ég ætti að velja. En þetta er eins og Woody Allen sagði um tvíkynhneigð, þetta eykur líkurnar á því að maður reddi sér „stefnumóti“.