Margfrestaður plottfundur fjölþjóðlegri erlendunema vinahóps míns var núna í kvöld. Marianne eldaði fyrir okkur kjúkling heima hjá sér. Reyndar voru kartöflurnar hennar mikið betri en kjúklingurinn sem var bara venjulegur.
Þegar við fórum að rökræða um hvert skyldi fara þá reyndi ég að beina fólki frá þeim svæðum sem ég heimsótti um helgina. Það gekk nokkurn veginn. Bara Mizen Head sem verður endurtekið. Við förum norðar og tökum meira af vesturströndinni.
Ég átti mitt lengsta spjall við Íra frá því ég kom hingað nú í kvöld. Marianne var að eignast nýjan sambýling sem heitir Efa þó ég hafi ekki náð stafsetningunni. Hún hjálpaði okkur líka aðeins við plönin. Allt í allt gott og skemmtilegt kvöld og ég hlakka til næstu ferðar.
