Vestasti oddi Evrópu

Ég var að skoða vefsíðu um Kilarney þjóðgarðinn sem ég heimsæki eftir tvær vikur. Þar var því haldið fram að hann væri nálægt vestasta odda Evrópu. Ég þurfti að senda tölvupóst þar sem ég benti á að Ísland væri töluvert lengra í vestur en Írland í heild sinni.

Voðalega er maður þjóðernissinnaður í útlöndum.

Ég var annars að prufa sms sendingar í Facebook og þær virka. Þið sem viljið senda mér sms getið gert það ókeypis þar.