Ég varð veikur rétt áður en ég kom hingað og ég held að mér hafi ekki ennþá batnað. Reyndar finn ég voðalega lítið fyrir þessu almennt en í dag er ég slappur. Ég var aðeins of virkur um helgina. Ég er annars yfirleitt verstur rétt að morgni til og finn síðan ekkert fyrir þessu þegar líður á daginn.
En til þess að gera þessa færslu áhugaverðari er mynd af ferðahópnum mínum.
Fabian, Marketa, Marianne, Antonia, Kamil, Kristyna og ég. Bak við Fabian er svo Gallarus Oratory.