Svo lengi úti

Ég held að frá og með gærdeginum sé ég að setja met í útlandavist. Á morgun verða síðan liðnar þrjár vikur síðan að ég kom til Cork.

Skrýtnast er eiginlega hve lítið skrýtið þetta er. Ég bara aðlaga mig aðstæðum og lifi lífinu. Ég kynnist fólki eins og ekkert sé. Ég keyri og skoða Írland með skemmtilegu fólki og leyfi mér að njóta lífsins.

Það er líka þannig að allir erlendu stúdentarnir eru tilbúnir til að kynnast fólki og það gerir allt auðveldara. Allir eru opnir.

En ég var að kaupa miða aftur til Cork. Ég mun ná sex dögum á Íslandi núna í byrjun nóvember. Mesti krafturinn fer augljóslega í allt tengt ritgerðarvinnu en ég ætti að geta afrekað eitthvað meira. Held samt að ég muni leggja mesta áherslu á rólegheit þegar ég hef tíma.