Ég fór í partí í gær og við Steinunn nutum þess að tala íslensku. Hitti líka kærastann hennar og nokkra vini. Indælisfólk.
Í dag fór ég í tíma fyrir og eftir hádegi. Spjallaði við bekkjarfélaga minn John í matartímanum. Náðum dáltið vel saman. Spjölluðum um að fara í smá túr um sveitirnar í kring og skoða fornleifar. Steinhring, grafir og svoleiðis.
Tímarnir voru ágætir. Marie-Annick kennir okkur um vettvangsvinnu og arkív. Hún hefur líka áhuga á höfundarrétti í þjóðfræði og öllu þessu óáþreifanlega menningararfsdóti. Þannig að ég ætti að hafa mjög gaman af þessu.
Clíona kennir okkur kenningar og sögu. Það er kannski það sem ég þekki mest fyrirfram en að sama skapi er gaman að fá þetta frá öðru sjónarhorni. Enduðum þann tíma á að fara á ljósmyndasýningu þar sem innviði írskra eyðibýla hafa verið mynduð. Áhugavert. Við ræddum hins vegar um það að hve miklu leyti þetta hefði verið uppsett.
Í gær var Stiofän síðan með kúrsinn sinn sem er með mikið írskt sjónarhorn.
Ég ákvað að sleppa spilakvöldi og slappa af. Ég hef reyndar orðið var við það sem ég hef heyrt talað um að Íslendingar séu spes með að líta á kvef/flensu sem eitthvað sem maður harkar bara af sér. Allavega eru margir hneykslaðir á mér að vera ekki heima alla daga meðan ég er veikur. Ég hugsa greinilega ekki nógu jákvæðar hugsanir samanber grein mína í Morgunblaðinu í dag.
Kvöldinu eyddi ég í að horfa á Some kind of Monster. Hugsanlega hefðu meðlimir Metallica átt að hlusta á Jason.
Rétt áðan las ég frábærar fréttir. Besta hljómsveit okkar tíma er að snúa aftur í hljóðver á vormánuðum. Týr mun þá taka upp sína fjórðu plötu.