Ég gerði lítið fyrripart dags. Seinnipartinn afrekaði ég meira. Ég rölti til Antoniu sem hafði lofað íbúð sinni fyrir matreiðsluæfingar mínar. Reyndar vissi ég ekki alveg hvert ég var að fara en ég var svo heppinn að ég hitti Fabian á leiðinni. Hann sýndi mér fara skyldi. Við fórum síðan í Tesco til að versla.
Stóra spurningin var hvað ég myndi elda. Mig langaði að elda mexíkanskan kjúklingarétt en mig vantaði ostaídýfu. Hún var ekki til í þessari búð frekar en öllum hinum en við ákváðum nú að gera smá tilraun. Í stað ostaídýfu keypti ég svona sourcream and onion ídýfu. Ég útskýrði síðan fyrir fólkinu að mér þætti í fínu lagi að borga eina og hálfa evru fyrir hverja kjúklingabringu.
Við vorum fjögur í búðinni þannig að við stálum kerru til að hafa undir draslið á leiðinni heim (Fabian skilar henni vonandi eða einhver krakki sem vill fá Evruna). Með í för var líka Sebastian sem er á hækjum. Antonia bauð honum líka í mat, án þess að spyrja mig reyndar. Ég var frekar nörvös um að hráefnið dyggði en ég mótmælti ekkert. Ég hélt þá að ég myndi elda fyrir átta.
Þegar heim var komið hófst matseldin. Antonia var hjálparkokkur. Hún bauð þá herbergisfélögum sínum að borða með okkur og önnur þáði. Síðan var það þannig að ég gleymdi að reikna Rastio og Angelicu inn í fjöldann þannig að í raun var ég að elda fyrir ellefu.
Matreiðslan gekk vel nema að eitthvað af hrísgrjónunum brunnu aðeins. Það kom í ljós að þetta var að sjálfssögðu nægur matur fyrir alla og ég hefði í raun getað boðið manneskju sem ég var að pæla í að fá með. Eftir á var síðan spjallað, farið í leiki, sagðir brandarar og svo framvegis. Við enduðum með að fara heim leið uppúr eitt. Ég náttúrulega þarf að ganga lang lengst.
En þetta var gott kvöld og það er ágætt að fá að elda þó ellefu manns sé töluvert mikið