Kostir 24 stunda kerfisins

Ég ákvað að vakna sérstaklega snemma í morgun til að kaupa mynt í þvottavélina og þurrkarann svo ég gæti þvegið í dag. Á miða á hurð umsjónarkonu stóð nefnilega að þeir væru seldir milli 9 og 10 „opt“. Nú veit ég ekki hvað opt þýðir en ég gerði allavega ráð fyrir að það væri að morgni. Ég mætti þarna og enginn var á staðnum. Ég ákvað að hringja í númerið sem var gefið þarna upp og þá svaraði syfjuleg rödd umsjónarkonunnar. Það er víst á milli 9 og 10 á kvöldin sem þetta er selt. Púff.  Þetta sýnir hiklaust kosti þess að skrifa tíma í 24 stunda kerfinu.

Reyndar get ég ekki sagt að ég hafi vaknað sérstaklega til að fara þarna þó það hafi verið planið. Ég vaknaði um hálfátta í morgun þegar brunakerfið fór í gang. Ég fór fram, lyktaði, leit fram á gang en sá ekkert. Alejandro kom líka fram en Rapha svaf þetta bara af sér. Svo hætti kerfið og við fórum að sofa.  Sem er merkilegt nokk það sem ég ætla að gera núna.