Ég hef áður minnst á að í vissum aðstæðum þá get ég heyrt sjálfan mig hrjóta. Áðan þá sofnaði ég með koddann undir hálsinum en ekki höfðinu þannig að ég var í eðalhrotustellingu og varð var við hroturnar í sjálfum mér. Þetta gerist líka þegar ég sofna í lestum. Kannast einhver annar, sem vill viðurkenna það, við þetta fyrirbæri?
Ég tek fram að undir venjulegum kringumstæðum þá hrýt ég voðalega lítið. Allavega samkvæmt vitnisburði þeirra sem þekkja til.
Hins vegar hrýtur Rapha dáltið hérna í næsta herbergi. Angrar mig ekki og mig grunar að það tengist því að hann sé veikur.