Í umræðum um bókina Tíu litla negrastráka þá virðist vera höfuðatriði hvort að orðið negri sé niðrandi (í mínum huga er aðalatriðið hins vegar hvernig er tekið á umfjöllunarefninu). Á unglingsárum mínum þá þurfti ég því miður oft að umgangast illa þroskaða drengi sem litu niður á svart fólk. Hvaða orð haldið þið að þeir hafi oftast notað um svertingja þegar þeir vildu tala um þá á niðrandi máta? “Negri”. Það er viðmið mitt. Flestir sem nota orðið negri nota það í niðrandi merkingu. Ég læt það því vera.
Góða hliðin á “pólitískri rétthugsun” (sem mér finnst alltaf léleg þýðing á politically correct) er tillitssemi. Hvað er að tillitssemi? Sérstaklega tillitssemi við börn?
Ég auglýsi ennþá eftir því að einhver útskýri fyrir mér boðskapinn í Tíu litlu negrastrákum og hvaða erindi hann eigi við börn.