Það var kannski fyrirsjáanlegt en tónleikarnir í kvöld voru frábærir. Það var mjög fyndið þegar þeir voru að tala um leynigestinn. Byrjuðu á að lækka míkrafónstatífið voðalega mikið til að gefa í skyn að Daníel væri væntanlegur. Síðan hækkuðu þeir hann aftur og sögðu „þá heldur enginn að Danni sé að koma“. Og leynigesturinn var… Stebbi Hilmars sem söng eitt lag.
Síðan komu nokkur lög og allt í einu kom Daníel fram. Maðurinn er óneitanlega stórskemmtilegur á sviðinu. Eygló var að sjá hann í fyrsta skipti og var mjög hress með hann.
Hápunktur tónleikana fyrir mig var þegar þeir tóku Allt. Það var flott.
Við keyptum nýja safndiskinn aðallega fyrir dvd diskinn með myndböndunum. Um leið og við komum heim skelltum við honum síðan inn og ég sýndi Eygló uppáhaldsmyndbandið mitt, Landslag skýjanna.