Núna fyrir skömmu var gangstéttin hérna fyrir utan rifin upp og steypt aftur. Ástæðan fyrir þessu er núna ljós. Þetta er orðin svona stjörnugata.
Nú sér maður hvaðan heiti hússins er komið. Ég tel mig annars góðan að þekkja eina af þessum hljómsveitum sem eiga stjörnu þarna.
Miami Showband var víst nokkuð vinsæl en ég veit af henni vegna þess að árið 1975 voru þrír meðlimir hennar drepnir af hryðjuverkamönnum á Norður Írlandi.
Kannski að leigan hjá þeim sem koma hérna eftir áramót verði hærri vegna þessara miklu upphefðar gangstéttarinnar.