Jólin og áramótin

Við verðum í Reykjavík um jólin. Höldum þau í fyrsta skipti í Bökkunum. Margt er óplanað ennþá.

Gamlárskvöld er óljóst. Hugsanlega eldum við bara heima nema okkur verði boðið eitthvað.

Nýársnóttin sjálf er plönuð. Við ætlum að halda partí (og því miður hryggja Sverri og Ósk með að mæta ekki til þeirra). Þetta verður augljóslega svona rólyndisspjallpartí sem endar kannski með spilamennsku. Vonum að fá slatta af vinum sem ekki nenna að fara niður í bæ til okkar.