Á miðvikudaginn er laufabrauðsgerð heima. Ef einhver vill koma sem ekki hefur látið mig vita þá er ennþá pláss. Látið okkur bara vita. Það væri líka gott að vita hvað fólk vill margar kökur.
Ef þið viljið vera í undirbúningnum líka þá getið þið komið uppúr svona þrjú. Ef þið viljið bara vera með í útskurði þá er fínt að mæta uppúr fimm. Síðan pöntum við pizzur þegar á líður og ef það er stuð þá eru allar líkur á spjalli, spilamennsku eða jólamyndaráhorfi um kvöldið.
Síðan er gott ef fólk mætir sjálft með verkfæri eins og vasahnífa, laufabrauðsjárn, skurðarbretti og jafnvel kökukefli ef þið ætlið að fletja út. Og Eygló bætir við í kommentakerfinu ef ég er að gleyma einhverju.
Taxinn kemur eftir rúman klukkutíma.