Fartölvan mín er ekkert sérstaklega færanleg. Það er eiginlega tímabært að kaupa bara nýja. Ég giska að ég kaupi annað hvort Dell eða Toshiba, aldrei aftur Acer. Verð líklega að bíða eftir námslánunum. Eða hvort ég brjóti odd af oflæti mínu og noti bara kortið og fái reikning í febrúar.
3 athugasemdir við “Fartölvuves enn og aftur.”
Lokað er fyrir athugasemdir.
Ég hef lítið vit á tölvum en ég átti einu sinni Toshiba og líkaði það ekkert sérstaklega vel. Held að Dell eða HP séu málið.
Sæll.
Dell og HP eru tölvur sem ég hef fína reynslu af. Reyndar hef ég heyrt ágæta hluti um Acer líka.
En er ekki bara spurning um að vera töff og fæ sér stóra fartölvuMac-inn?
Sko, þú getur náttúrulega keypt þér Dell eða HP eða Acer eða Mac… En þar sem þú ert líklegast orðinn langþreyttur á bilunum í tölvunum þínum þá ráðlegg ég þér frá því að kaupa eitthvað annað en Thinkpad. Ég er búinn að eiga þrjár og veistu hvað þær eiga sameiginlegt… þær eru allar í fullri notkun ennþá. Sú elsta er orðin sjö ára og hefur aldrei bilað. Sú næstelsta fjögurra ára og hefur aldrei bilað og sú yngsta er árs gömul og hefur … aldrei bilað. Verðið er ekkert mikið hærra heldur en á Dell junkinu. Ég hef nefnilega þurft að nota Dell á tveimur vinnustöðum og mín reynsla var að alltaf var eitthvað að hrjá vélarnar. Svo er gagnabjörgunin á thinkpadinum náttúrulega eitthvað sem þú ættir að líta á sem sölupunktinn þinn.