Jólafrí

Jæja, síðasta ritgerðin búin. Ég er reyndar örlítið of seinn með hana en ég hefði verið á réttum tíma ef ég hefði ekki orðið veikur þarna fyrir tveimur vikum. Það er annars merkilegt hvað ég er gjarn á að skrifa heilu ritgerðirnar meira og minna í setu þó ég hafi átt erfitt með að koma mér af stað með þær. Mig grunar að þetta tengist bara einfaldlega því hvernig heilinn í mér starfar. Ég er einfaldlega að vinna úr upplýsingunum og það tekur sinn tíma. Ég sem þetta allavega ekki beinlínis jafnóðum með því að sitja fyrir framan tölvuna heldur melti ég þetta með mér í ákveðinn tíma fyrst.

En þetta þýðir jólafrí og að ég hef lokið námi mínu við University College Cork.