Norðurljósin og Gyllti áttavitinn

Í nótt kláraði ég bókina Northern Lights sem gengur víst líka undir nafninu The Golden Compass. Telma skipaði mér að lesa hana áður en ég færi á hana í bíó. Spurningin er samt hvort að ég hafi sigrað í keppninni við Kalla.

Bókin var bara nokkuð góð. Ég var spenntur undir það síðasta og las seinnihluta bókarinnar í einum rykk.