Ég fékk góðar og skemmtilegar jólagjafir.
Frá Eygló minni fékk ég náttslopp sem ég var loksins að ná af henni rétt áðan, Astrópíuspilið, Nýdanskrarsafnið Allt, disk með ljóðaupplestri Óskars Árna, maísstönglahaldara og nammi. Síðan fékk ég bókina um Þórberg frá tengdó ásamt nammi. Anna og Martin gáfu mér jóla Simpsons sokka. Frá Hafdísi og Mumma fengum við Trivial spurningapakka. Frá Svenna og Hrönn fengum við frekar spes sleifarhaldara, blómavasa og kartöflubursta. Fengum jólakertakalla frá Rósu og Jónbirni. Við fengum konfekt frá Danna.
Ég hafði mikið velt fyrir mér hve svipaðir pakkarnir frá Eggert og Dagbjörtu voru. Ég giskaði á Masterskall frá Eggert og ég var ekki langt frá því. Það var bókavarðardúkka. Frá Dagbjörtu var það hins vegar Freud sjálfur í dúkkuformi. Það mun væntanlega hjálpa mér í freudískri greiningu á þjóðfræðiefni í framtíðinni. Kíkið á myndina í færslunni hér að neðan til að sjá mynd af leikföngunum mínum.
Ég gaf Eygló Simpsons Cluedo, Heima með Sigur Rós (en reyndar gaf tengdó það líka í möndlugjöf) og sérstaka viðhafnarútgáfu af The Joshua Tree með aukadiskum og stöffi. Ég giska að aðrir sem ég gaf gjafir séu búnir að opna líka en ég ætla samt ekki að telja það allt upp.
Í dag þurfum við að fara að ákveða hvernig spilamennsku á jólunum verður háttað. Hvern langar að leika?