Árslistar Blogggáttarinnar eru skemmtilegir. Það kom mér skemmtilega á óvart að ég er þarna á þremur af fjórum listunum. Sérstaklega gaman að vera í fjórða sæti á heildarlistanum sem þýðir væntanlega að ég hef oft svifið þarna rétt fyrir neðan medalíusætin. Manni sýnist á öllu að Ármann væri líklegur í efsta sætið ef hann hefði ekki hætt að blogga í ágúst. Það er líka gaman að Matti er þarna rétt fyrir neðan.
En þarna sést aðalplús Blogggáttarinnar. Þarna hafa sjálfsstæðu bloggararnir séns. Ég vona að hún dafni á næstu árum.