Það er eitt sem ég á voðalega erfitt með og það er að setja upp svona goggunarröð á vini mína. Ég get það ekki einu sinni á Facebook og Myspace. Reyndar var ég að skoða uppröðunina á Myspace síðunni minni, sem ég nota í raun aldrei, og áttaði mig á að ég kann ekki einu sinni lengur að breyta þeim sem birtast á forsíðunni minni. Mér sýnist að Lukka og Siljurnar tvær vera utan við forsíðuna en þar sem það eru bara fyrstu 24 vinir mínir sem enduðu þar þá er þetta enginn dómur. Augljóslega færði ég samt Eygló í fyrsta sæti þegar hún skráði sig á Myspace, það er bara augljóst stæði kærustunnar. Einhvern veginn fattaði ég hvernig ég ætti að gera það þá.
Á Facebook er hægt að hafa Top friends og Best friends. Ég reyndi einu sinni Top friends en ég gat bara ekki valið. Hugsanlega eru einhverjir sem taka þetta raunverulega alvarlega og taka því sem höfnun ef þeir enda ekki á listanum. Það þyrfti í raun ekki nema örlitla yfirsjón til að særa fólk.
En kannski tek ég þetta of alvarlega. Mér finnst BloggGáttin koma ágætlega í stað tengla á aðra bloggara. Engin goggunarröð. En það eru reyndar ekki allir sem ég les þarna og hugsanlega eru einhverjir sem ég gleymi. Suma læt ég mér duga að sjá af rssmolum og gamla Mikkavefslistanum sem ég nota ennþá með.
En semsagt, ég á erfitt með goggunarröð.