Ég fór á fyrirlestur í hádeginu hjá Berkeley-Bryndísi frístundapípara. Hún var að fjalla um úthverfamenningu í Bandaríkjunum. Þegar kom að fyrirspurnum var ég að pæla í að spyrja hana hvort hún hefði skoðað það hvernig bækur Tolkiens væru að gagnrýna úthverfavæðingu Englands en ég ákvað að sleppa því. Gaman að hitta hana samt áður en hún yfirgaf landið.