Það er svolítið skrýtið að ég varð töluvert var við það í gær eftir að greinin mín birtist á Hugsandi að menn voru að gúggla nafnið mitt (meira en venjulega). Sum leitarskilyrðin báru þess skýr merki að fólk hefði lesið greinina, til dæmis þegar nafn Hrafns var líka slegið inn. Þegar menn gera það þá finna menn gamalt blogg sem heitir Hvers vegna var Hrafn Sveinbjarnarson mytur? Rétt er að taka fram að hann var ekki myrtur af reiðum bókasafns- og upplýsingafræðingum og þetta er í raun allt annar Hrafn.