Það er merkilegt hvaða þessar Stúdentaráðskosningar eru afskaplega lítið merkilegar þegar maður stendur fyrir utan þær. Þegar maður var inn í hringiðunni fannst manni alltaf vera að koma upp einhver mál sem gætu haft áhrif á kjósendur. Þegar maður horfir á þetta úr fjarlægð sér maður að þessi atriði skipta enga máli utan þess hóps sem stendur í baráttunni.
Annars væri gaman ef maður myndi sjá nærri jafn mikla orku í starfi Stúdentaráðs og er í starfi þessara fylkinga tveggja. En ætli það þreyti fólk ekki voðalega að þurfa að halda uppi þessu starfi.