Þorrablót þjóðfræðinema tókst vel. Þorramat var haldið í lágmarki. Dans var meiri en venjulega. Ég tók einn vikivaka við Ólaf Liljurós en náði að stíga á fótinn á Kristínu Birnu og Aðalheiður raspaði hnúann minn upp við illa staðsetta súlu. Í lok kvölds var síðan farið í einfaldan færeyskan dans sem ég réð við.
Minni kvenna og karla tókust vel. Sér í lagi var ég ánægður að fá vísun í eigin ræðu fyrir tveimur árum. Ég er bara svona sjálfhverfur en þið eruð það líka, þið bara játið það ekki.
Spurningakeppnin tókst bara vel. Ég tilkynnti í byrjun að þetta yrði engin aumingjakeppni þar sem fólk ætti að vita svörin en það voru reyndar bara tvær spurningar af tíu sem duttu dauðar niður. Þeim var báðum svarað af salnum. Hjördís formaður náði sigrinum í bráðabananum. Ég var glaður að fá bráðabana en að sama skapi feginn að það þurfti bara eina því ég hafði ekki fleiri auka.
Ég saknaði nú Danana tveggja og Skagamömmunnar, skrýtið að hafa þau ekki með. Hins vegar fékk móðirin smá spurningu sér til heiðurs þegar spurt var um grænan fenjabúa sem reis á stjörnuhiminn og hélt velli þó hann hafi misst röddina árið 1990.
Semsagt, gaman.