Gæti verið að Moggabloggið sé skipulögð aðför Moggans að orðspori bloggins? Áður fyrr þurfti fólk að vinna fyrir lesendum sínum með því að byggja upp orðspor sitt. Á Moggablogginu getur hvaða vitleysingur sem er orðið áberandi ef hann er nógu frekur og duglegur. Dæmið af honum Boli sannaði það vel og vandlega. Það þarf ekki lengur að vera áhugaverður til að verða vinsæll. Innihaldsleysið sigrar. Síðan gerist það að fólk sem skoðar Net-Moggann sér þessi blogg þessi vitleysisblogg sem eru þar og hugsar “jæja, svona eru þá þessir bloggarar”.
Ég tek fram að það finnast alveg áhugaverðir bloggarar á Moggablogginu en vandinn er að vitleysingarnir eru svo gríðarlega áberandi.