Jæja, dund verandi veikur heima.
Ég uppfærði Truflun í WordPress 2.33. Þeir sem vel fylgjast með hafa kannski tekið eftir því að síðan mín varð skrýtin á tímabili í morgun en það lagaðist. Það sem ég þurfti að gera fara að fjarlægja utf úr WP-config og þá birtust íslenskir stafir eðlilega. Síðan fór ég í gegnum restina af þeim aktívu WP-kerfum sem eru hérna og lenti bara í vandræðum með Þjóðbrók sem tók um klukkutíma að laga. Það birtist líka einhver leiðinlegur kóði á síðunni hans Eggerts sem ég þurfti að láta hverfa. En núna ætti allt að vera komið í lag og það eru ýmsir skemmtilegir möguleikar í þessari útgáfu. Notendur Truflunar pota bara í mig ef það er eitthvað ves.