Það sem mér finnst verulega áhugavert í allri umræðunni um að það sé svo erfitt að varðveita skjöl sem eru á tölvutæku formi er að gamlir leikir virðast lifa góðu lífi. Ég myndi segja að það sé í raun ekkert sem stöðvar varðveislu ef viljinn er fyrir hendi. Reyndar búa tölvuleikir svo vel að þeir hafa verið gefnir út í ótal eintökum. En samt.
Hvernig gengur annars með Sinclair Spectrum herminn?