Að hafa rangt fyrir sér

Mér er illa við að hafa rangt fyrir mér. Það hljómar reyndar eins og ég sé góður með mig en ég tel þetta ákaflega góðan kost. Þetta þýðir að ég forðast að fullyrða um það sem ég veit ekki fyrir víst og ég reyni að skoða málin vel áður en ég tjái mig um þau. Ég á svo bágt með að skija fólk sem hoppar af stað og kemur fram með vitleysur sem auðvelt hefði verið að leiðrétta með smávægilegri grunnvinnu.

Ég skil þetta reyndar miklu betur á bloggi en þegar fólk skrifar blaðagreinar og flytur fyrirlestra án þess að vinna heimavinnuna sína þá hristi ég bara höfuðið í vantrú yfir vitleysunni. Raunar er ég líka þannig gerður að ég reyni að leiðrétta mig þegar ég hef rangt fyrir mér af því að þá færi ég mig um leið inn á réttu hliðina. Þetta fólk virðist ekki þjást af slíkum kenndum.

Tek fram að allir geta mislesið stöðu eða túlkað eitthvað rangt. Það er allt annars eðlis og ég er örugglega reglulega í þeim hópi. Ég er ekki að tala um nein svona túlkunaratriði heldur að hafa staðreyndirnar rangar þegar þær eru í raun óumdeildar. Það finnst mér óskiljanlegt.