Í gamla daga var hægt að kópera leiki sem voru á kassettum í tæki sem tók tvær spólur. Ætti ekki að vera hægt að taka upp af spólu yfir á stafrænt form og síðan taka aftur seinna upp hljóðið á kassettu? Er þarna langþráð leið til að dreifa heitustu leikjum fyrirhluta níunda áratugarins í gegnum netið? Væri kannski hægt að tengja geislaspilara við gamlar tölvur og tengja þannig framhjá gömlu kassettudrifunum? Maður gæti komið allavega tugum leikja á disk með þessu móti og þyrfti aldrei að spóla fram og til baka.
Sem minnir mig á að ég fattaði leið til að minnast á Boulder Dash í MA-ritgerðinni minni. Það kætti mig.