Hefðir eru alltaf eins og skulu ekki breytast. Svo finnst mörgum. En siðir, hefðir og venjur breytast nú bara alltaf, jafnvel þó fólk átti sig ekki á því.
Mörgum finnst ekki alvöru gabb fyrsta apríl nema að menn hlaupi apríl. Ég tel að það sé löngu komin hefð á að menn noti tækifærið og plati náungann án þess að það kosti hinn plataða einhver lengri eða styttri ferðalög. Vandamálið er samt að það verður oft svolítið óljóst hvort gabbið tókst eða ekki. Er platið gilt ef hinn gabbaði er blekktur í sekúndu eða ef hann gerir sig sekan um að tjá sig um að trúi þessu eða hvað?
Hlauplaust aprílgabb er semsagt að mínu mati alveg gilt en það er ekki jafn öflugt.