Bílastæðisgjöld fyrir stúdenta

Það var rifjast upp fyrir mér gælumál hans Jakobs innan Háskólalistans. Hann reyndi ítrekað að fá framboðið til að berjast fyrir bílastæðisgjöldum á Háskólasvæðinu. Flestir töldu að hvað sem öðru liði yrði slíkt stefnumál til að drepa Háskólalistann. Jakob hélt hins vegar að þetta myndi sýna að við værum ábyrg og við myndum fá atkvæði út á það þannig. Almennt eru stjórnmálamenn ekki jafn bjartsýnir á innræti kjósenda sinna og hann Kobbi.

5 thoughts on “Bílastæðisgjöld fyrir stúdenta”

  1. Þetta gælumál Jakobs naut víðtæks stuðnings innan Háskólalistans en því miður létum við skammsýni kjósenda kúga okkur til þess að berjast ekki fyrir því.

    Það er spurning hvort ekki væri sniðugt að stofna til framboðs sem myndi berjast fyrir bílastæðagjöldum og almennri fækkun bílastæða við háskólann. Bílastæði á háskólasvæðinu eru auðvitað hin mesta sóun.

  2. Á meðan stúdentar hafa möguleika á að nota ókeypis strætó er ekkert að því að taka upp bílastæðagjöld við háskóla. Við það lækkar vonandi skráningargjaldið. Síðan má bæta aðstöðu hjólreiðafólks í umferðinni og gera þann samgöngumáta meira aðlaðandi.

  3. Það mætti endilega taka upp bílastæðagjöld fyrir stúdenta við HÍ og jafnvel fyrir starfsfólk HÍ líka. Ég geri ekki ráð fyrir að margir af 100 bestu haldi úti fríum bílastæðum fyrir allt liðið inni á lóðinni 😉

Lokað er á athugasemdir.