Innanhússpóstur

Eftir að hafa kíkt á systur mína á Þjóðminjasafninu rölti ég framhjá póstkassanum mínum. Þar hef ég einu sinni fengið páskaegg. Ég ákvað að kíkja hvort eitthvað leyndist þar. Ekkert var eggið en í stað þess var innanhússpóstsumslag. Þarna fékk ég þá Fréttir frá mínu landi og kættist mjög þó ég gæti ekki borðað bókina.