Maður er hættur að kippa sér upp við að Ármann hætti að blogga, eða netskrifast, það hefur gerst svo oft. Kannski væri réttast að koma upp veðbanka varðandi það hve langan tíma það tekur hann að snúa aftur. Hugsanlega er hann náttúrulega ekkert hættur heldur kominn inn á Moggabloggið undir dulnefni. Maður veit aldrei með hann. Kannski er hann þessi Sturla.
Þetta er annars fyrsta færslan skrifuð í WordPress 2.5. Þetta er alveg ágætt en ekkert rosalega frábært. Sé til hvenær ég uppfæri restina af Truflun.