Gabb um fórnarlamb bruna

Í tilefni þess að fjölpóstur um litla pólska stelpu, Alexandra Kuczma, sem lenti í bruna er farin að ganga á Íslandi þá er best að vísa á Snopes þar sem ég las fyrst um þetta. Í stuttu máli gengur þetta út á að þessi stelpa fái 3 cent fyrir hverja áframsendingu á póstinum. Þessi póstur hefur gengið að minnsta kosti frá því í ágúst 2005. Þó það sé satt að umrædd stúlka hafi lenti í brunna þá er hún ekki að fá neinn pening út á þessa pósta. Það er svolítið erfitt að skilja hvað fólki gengur til sem kemur svona göbbum af stað. Í raun er þetta bara grimmilegt.