Feiminn á nærbuxunum?

Ég var nokkuð hissa þegar vankunnandi vefstjóri Viðskipablaðsins leitaði að færslum um Ármann Jakobsson á bloggi mínu. Í kjölfarið var ég síðan hissa á því þegar einhverjum sem var forvitinn um færslur mínar um American Style. Það er þó lítið miðað við þá sem villast hér inn með leitarorðið: „nærbuxunum“ „feiminn“ (kunna greinilega ekki betur á Google en vefstjóri VB). Í þessu tilfelli var það fyrrverandi sambýlingur minn sem var að þvælast um á nærbuxunum en væntanlega hefur leitandinn, sem er staddur í Noregi, verið leiður yfir því að ég tók enga mynd af honum.