Í síðustu viku fékk ég 2 fyrir 1 tilboð á Dylan. Ég hafði samband við Sigga og við ákváðum að fara.
Tónleikarnir voru semsagt í kvöld. Ég var þannig séð hrifinn af fyrstu lögunum. En þetta varð svolítið endurtekningasamt. Ég er til dæmis hrifinn af blúsdjammi en mér fannst það vera í nær hverju lagi. Í lokin tók Dylan síðan Blowin in the Wind í eiginlega nákvæmlega sama stíl og öll hin lögin á tónleikunum. Hann snerti sjálfur aldrei gítar.
En jæja, allavega hefur maður séð goðsögnina og getur síðan bara hlustað á klassísku lögin hans heima hjá sér.