Um helgina gerðist ég svo djarfur að fara í nýopnaða Elkóverslun. Ég var að vonast til að ná í flakkara með hörðum disk á tilboði en fór samt ekki fyrren á sunnudag. Það voru margir þarna en samt var en til tilboðsgripur sem ég keypti eftir að hafa þurft að bíða mjög stutt í röð.
Ég var ekki lengi að nýta mér gripinn. Byrjaði á að ferja allt sem var á vafasömum hörðum disk þarna yfir og í gær tók ég afrit af öllu mp3 safninu mínu. Ég hef ekki átt svoleiðis í mörg ár og lenti raunar einu sinni í því að stór hluti safnins fórst í hruni. Þá þurfti maður eyða slatta tíma í að rippa diska.
Ég tók líka og setti öryggisafrit af fartölvunni þarna inn. Það er ákveðinn óhentugleiki fólginn í grunnstillingunni sem var á því öllu saman. Það var tekið afrit á öllu á harða diskinum og þau afrit geymd á harða diskinum sjálfum. Fyrir utan að það verndar mann augljóslega ekki fyrir hruni þá þýðir þetta að geymsluplássið helmingast. Það er ekki gott, sérstaklega ekki þegar maður er að vinna með stórar videoskrár og þess háttar.
Ég er því orðinn vel staddur með öryggisafrit, eins gott að ég haldi þessu við.